Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Útgöngubann útrýmir ekki farsóttum eitt og sér

25.03.2020 - 23:26
epa08209243 Tedros Adhanom Ghebreyesus, Director General of the World Health Organization (WHO), informs the media about the update on the situation regarding the novel coronavirus (2019-nCoV), during a new press conference, at the World Health Organization (WHO) headquarters in Geneva, Switzerland, 10 February 2020. The novel coronavirus (2019-nCoV), which originated in the Chinese city of Wuhan, has so far killed at least 910 people and infected over 40,000 others, mostly in China. The death toll from the novel coronavirus has surpassed the death toll from SARS epidemic of 2002-2003.  EPA-EFE/SALVATORE DI NOLFI
 Mynd: EPA-EFE - Keystone
Heimurinn kemst í gegnum þennan faraldur eins og þá fyrri en spurningin er hversu mörg mannslíf glatast, sagði Tedros Adhanom, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á upplýsingafundi í dag. Hann sagði að það velti á ákvörðunum og aðgerðum dagsins í dag hversu mörg falli í valinn.

Dauðsföll vegna veirunnar eru orðin fleiri en tuttugu þúsund.  Adhanom sagði ljóst að þau verði fleiri. Hann hvatti ríki til þess að grípa til markvissra aðgerða, það sé ekki nóg að setja útgöngubönn. „Að biðja fólk að halda sig heima og banna almenna umferð skapar frest og dregur úr álagi á heilbrigðiskerfið. En ein og sér duga þessi úrræði ekki til að útrýma farsóttum. Tilgangurinn með þessum ráðstöfunum er að gera nauðsynlegum, markvissari og nákvæmari aðgerðum kleift að stöðva smit og bjarga mannslífum“ sagði Adhanom. 

Aðgerðaráætlun í sex liðum

Þá listaði hann upp aðgerðaráætlun í sex liðum sem stofnunin mælir með að ríki fari eftir. 

  • Fjölga, þjálfa og dreifa úr heilbrigðisþjónustu og starfsfólki í geiranum
  • Þróa kerfi til þess að finna hvert einasta grunaða smit
  • Gefa verulega í við skimum fyrir COVID-19 
  • Finna og koma sér upp aðstöðu til þess einangra og hlúa að sýktum einstaklingum
  • Setja upp skýra áætlun og ferli til þess að setja fólk í sóttkví sem hefur verið í tengingu við sýkta
  • Öll ríkisstjórnin vinni að því að draga úr og ná stjórna á faraldrinum

 

olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV