Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Úrhelli og flóð í Jakarta

02.01.2020 - 08:30
epa08097191 Residents push a motorcycle among submerged taxis on a flooded street in Jakarta, Indonesia, 01 January 2020. Overnight heavy rains triggered widespread flooding in Jakarta and surrounding areas, bringing traffic to a standstill.  EPA-EFE/ADI WEDA
Víta er mikið vatn á götum Jakarta. Mynd: EPA-EFE - EPA
Að minnsta kosti 28 hafa farist í flóðum og aurskriðum í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, og nágrenni hennar. Gríðarleg úrkoma er á þessum slóðum og eru stór svæði í borginni undir vatni.

Tugir þúsunda hafa verið fluttir í öruggt skjól. Víða er rafmagnslaust, svo lestarsamgöngur hafa farið úr skorðum. Ekki hafa verið meiri flóð í Jakarta síðan 2013, en þá fórust tugir manna.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV