Víta er mikið vatn á götum Jakarta. Mynd: EPA-EFE - EPA
Að minnsta kosti 28 hafa farist í flóðum og aurskriðum í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, og nágrenni hennar. Gríðarleg úrkoma er á þessum slóðum og eru stór svæði í borginni undir vatni.
Tugir þúsunda hafa verið fluttir í öruggt skjól. Víða er rafmagnslaust, svo lestarsamgöngur hafa farið úr skorðum. Ekki hafa verið meiri flóð í Jakarta síðan 2013, en þá fórust tugir manna.