Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Upptök sápufroðu hafa ekki fundist

17.10.2017 - 10:11
Mynd með færslu
 Mynd: Sigrún Franklín
Ekki hefur tekist að komast að hvaðan sápuefnið kom sem olli mikilli froðu í læk við Grafarvog, austan við sjúkrahúsið Vog í liðinni viku. Þetta kemur fram í svari frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Lækurinn taki við ofanvatni úr hluta Höfðahverfis og áður hafi komið upp tilvik þar sem mengun hefur borist í ofanvatn.

Vegfarandi tilkynnti um froðuna til heilbrigðiseftirlitsins. 

Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri Umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir í svari til fréttastofu að mengun hafi verið af mismunandi toga. Í þetta skipti hafi líklega sápuefni farið í ofanvatnskerfið. „Í sumum tilvikum hefur tekist að finna upptökin en öðrum ekki en Heilbrigðiseftirlitið hefur ætíð brugðist við þegar tilkynnt er um mengun í læknum.  Verið er að vinna að varanlegri lausn á þessu vandamáli.“

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV