Ekki hefur tekist að komast að hvaðan sápuefnið kom sem olli mikilli froðu í læk við Grafarvog, austan við sjúkrahúsið Vog í liðinni viku. Þetta kemur fram í svari frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Lækurinn taki við ofanvatni úr hluta Höfðahverfis og áður hafi komið upp tilvik þar sem mengun hefur borist í ofanvatn.