Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Uppnám á nefndarfundi á Alþingi í morgun

29.01.2019 - 10:20
Mynd með færslu
 Mynd:
Uppnám varð á fundi í umhverfis- og samgöngunefnd þegar Bergþór Ólason mætti til fundar í morgun. Bergþór er kjörinn formaður nefndarinnar og var þetta fyrsti fundur eftir að Bergþór tók sæti á Alþingi að nýju í síðustu viku. Bergþór er einn þingmanna Miðflokksins sem tók þátt í samtalinu á Klaustri fyrir jól.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom fram tillaga á fundinum að Bergþór sæti ekki áfram sem formaður, en þeirri tillögu var vísað frá. Síðustu tíu mínútur fundarins stýrði Jón Gunnarsson, varaformaður nefndarinnar, fundinum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, yfirgaf fundinn tíu mínútum áður en honum lauk, afar ósáttur við að Bergþór Ólason ætlaði að sitja áfram sem formaður nefndarinnar.

Þrátt fyrir þetta tókst að afgreiða samgönguáætlun úr nefndinni, en í áætluninni eru meðal annars fyrirætlanir um uppbyggingu á vegakerfinu með veggjöldum.  

 

johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV
Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV