Uppistand um árin sem hann var alltaf freðinn

Mynd: Villiogstefan / Villiogstefan

Uppistand um árin sem hann var alltaf freðinn

25.09.2019 - 14:07
Vilhelm Neto og Stefán Ingvar ætla að gera upp æsku sína, menntun og uppeldi í nýrri uppistandssýningu sem ber nafnið Endurmenntun. Sýningin verður sýnd í Tjarnarbíó næst komandi laugardag.

Vilhelm Neto og Stefán Ingvar kynntust í menntaskóla og hafa verið að gera allskyns hluti saman síðan þá. Þeir hafa komið fram áður á uppistandskvöldi með uppistandshópnum Fyndnustu mínum. Sýningin Endurmenntun er þó stærsti uppistandsviðburðurinn þeirra til þessa.

Í sýningunni munu þeir fara yfir það sem þeir lentu í í æsku og á uppvaxtarárunum. Vilhelm ólst upp í hitanum í Portúgal í heitu loftslagi og félagslífi. Hann flutti svo til Íslands fjórtán ára gamall í kuldann, í kalda loftið og átti fáa vini. Stefán fer yfir það þegar hann byrjaði að reykja gras sextán ára gamall. Hann rankaði svo við sér 22 ára gamall í sviðslistanámi og dreif sig í meðferð. 

Uppistandsýningin Endurmenntun verður sýnd í Tjarnarbíó laugardaginn 28. september.