Undirskriftasöfnun hafin til að krýna Daða sigurvegara

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Undirskriftasöfnun hafin til að krýna Daða sigurvegara

18.03.2020 - 17:38
Undirskriftasöfnun er hafin á vefsíðunni Change.org sem krefst þess að Daði Freyr og Gagnamagnið, framlag Íslands til Eurovision, verði krýnd sigurvegarar Eurovision nú þegar ákveðið hefur verið að aflýsa keppninni.

Það er breskur maður, Stuart Newman, að nafni sem stendur fyrir söfnuninni. Í henni segir hann að þar sem reglur Eurovision kveði á um að ekki megi senda Eurovision lög ársins 2020 í keppnina árið 2021 sé eðlilegt að krýna Daða Frey og Gagnamagnið sigurvegara keppninnar í ár, jafnvel þó hún fari aldrei fram. 

Lag Daða sé þvílíkt stuðlag sem allir viti að hefði gengið í burtu með titilinn í ár. Undirskriftasöfnina setji hann af stað til að krefjast þess af forsvarsmönnum keppninnar að þeir krýni Daða og Ísland táknræna sigurvegara ársins 2020 en slík aðgerð myndi gleðja alla á jafn erfiðum tímum og nú ganga yfir. 

Sem stendur eru undirskriftirnar tæplega 600 talsins. Skoða má undirskriftasöfnunina og upplýsingar um hana hér. 

Tengdar fréttir

Popptónlist

Frestun Eurovison mikil vonbrigði en tónlistin lifir

Tónlist

Eurovision aflýst vegna COVID-19