Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Undirskriftarsöfnun að ljúka

23.04.2014 - 07:54
Mynd með færslu
 Mynd:
53.500 manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að Alþingi leggi til hliðar þingsályktunartillögu um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og boði til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.

Undirskriftasöfnunin á þjóð.is, sem hófst sunnudaginn 23. febrúar, lýkur næstkomandi sunnudag. Söfnunin hefur þá staðið í rétta 63 sólarhringa - einn fyrir hvern þingmann á Alþingi en þangað er áskorun söfnunarinnar beint.  Stefnt er að því að afhenda alþingismönnum undirskriftalistana um mánaðarmótin.