Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Undanúrslit að hefjast

Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, heldur áfram á föstudagskvöld þegar fyrri undanúrslit fara fram en þá eigast við lið MA og MR. Keppnin sem er í beinni útsendingu á RÚV er að þessu sinni send út frá Austurbæ og hefst kl.19.45.

Alls skráðu 28 skólar sig til leiks og hófst keppni í útvarpi í byrjun janúar.  Átta lið fóru áfram í sjónvarpshluta keppninnar og standa fjögur lið nú eftir í undanúrslitum en það eru lið MA, MR, Kvennaskólans og Fjölbrautaskóla Suðurlands. Fyrri viðureign undanúrslita er á milli MA og MR og fer hún fram á föstudagskvöld. Síðari viðureignin á milli Kvennaskólans og FSu fer fram viku síðar.

Mynd með færslu
 Mynd:

Lið MR skipa þau Sigrún Vala Árnadóttir, Hlynur Blær Sigurðsson og Ármann Leifsson og í liði MA eru þau Agnar Páll Þórsson, Magdalena Sigurðardóttir og  Símon Þórhallsson.

Mynd með færslu
 Mynd:

Spurningahöfundar og dómarar eru þau Ingileif Friðriksdóttir, Vilhelm Anton og Jónsson og Sævar Helgi Bragason, spyrill er Kristjana Arnarsdóttir og umsjón með keppninni hefur Elín Sveinsdóttir. 

Elín Sveinsdóttir
dagskrárgerðarmaður