Umræður um framtíð Sussex-hjóna í fullum gangi

11.01.2020 - 13:17
epa06687404 Britain's Prince Harry and Meghan Markle attend the memorial service to commemorate the 25th anniversary of the murder of Stephen Lawrence in St Martins in the Field, central London, Britain, 23 April 2018. Stephen was stabbed to death by a group of six white youths in an unprovoked racist attack as he waited at a bus stop on Well Hall Road in Eltham, London, Britain on 22 April 1993. Prince Harry will read a message of support on behalf of The Prince of Wales during the service.  EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA
 Mynd: EPA
Umræður um framtíðarhorfur hertogahjónanna Harry og Meghan ganga vel samkvæmt viðmælendum breska ríkisútvarpsins BBC. Sjálf vona hjónin að niðurstaða fáist í mál þeirra sem fyrst og að hlutverk þeirra innan bresku konungsfjölskyldunnar skýrist fljótt. Nýleg tilkynning hertogahjónanna um að þau hyggist segja sig frá embættisskyldum innan bresku konungsjölskyldunnar hefur vakið heimsathygli undanfarna daga.

Meðal þeirra sem leggja orð í belg um framtíð þeirra hjóna eru fulltrúar breska og kanadíska ríkisins sem og bresku konungsfjölskyldunnar. Fundað er stíft um framtíðarhlutverk Harry og Meghan og stöðu þeirra hjá bresku krúnunni. 

Í umfjöllun BBC er bent á að opinber Instagram-reikningur Sussex-hjóna sé aftur farinn að auglýsa heimsóknir og annað sem hjónin taka sér fyrir hendur. Þetta má glögglega sjá á myndunum hér fyrir neðan, þar sem þau hjónin heimsækja mötuneyti í Kensington.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Earlier this week, The Duke and Duchess of Sussex returned to visit the women of The Hubb Community Kitchen and “Together, Our Community Cookbook.” These women came together in the wake of the Grenfell tragedy to cook meals for their families and neighbours who had been displaced from the fire. With funds from the successful cookbook, they have now been able to share their spirit of community with so many more. The Hubb continues to work with local organisations to build hope, bring comfort and provide not simply a warm meal, but with it, a sense of togetherness. The Duke and Duchess were so happy to reconnect with the women and hear about the projects they continue to develop to help those in their community and beyond. Image © SussexRoyal

A post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on