Umhverfisstofnun vill áfram ferðabann á Gróttu

11.07.2019 - 19:17
Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
Umhverfisstofnun telur mikilvægt að bann við ferðum um friðlandið við Gróttu á Seltjarnarnes verði framlengt en því hefur verið lokað frá 1. maí til og með 15. júlí.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun og að mati hennar er mikilvægt að framlengja lokunina þar sem hætta er á verulegri röskun á fuglalífi á Gróttu ef svæðið er opið, þar sem um viðkvæmt tímabil fuglalífs sé að ræða.

Svæðið sé vinsælt til útvistar og því er að mati Umhverfisstofnunar mikilvægt að bregðast við án tafar til að vernda fuglalífið. Því er undirbúningur hafinn á lokun þess.

Áformað er að lokunin standi frá og með 15. júlí þegar fyrri lokun svæðisins tekur enda. Stofnunin leggur til að bæta landvörslu á svæðinu á meðan hún stendur yfir til að tryggja að lokunin verði virt.

Umhverfisstofnun óskar eftir umsögn og samráði varðandi umrædda lokun. Þar sem um skyndilokun er að ræða óskar stofnunin eftir svari sem fyrst eða eigi síðar en kl. 13:00 föstudaginn 12. júlí nk.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi