Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Umhverfisstofnun rannsakar umfang matarsóunar

14.08.2019 - 09:49
Mynd með færslu
 Mynd:
Umhverfisstofnun mun framkvæma ítarlega rannsókn á matarsóun hér á landi. Rúmlega 1000 heimili verða í slembiúrtaki sem hefst í næstu viku.

Evrópsku hagstofan, EUROSTAT, styrkir rannsóknina. Þeir sem taka þátt í rannsókninni verða beðnir um að vigta allan þann mat og matarúrgang sem sem er hent á heimilinu og skrá niðurstöðurnar. Einnig verða fyrirtæki beðin um að taka þátt í rannsókninni og rétt eins og heimilin eru þau valin með slembiúrtaki. 

Umhverfisstofnun framkvæmdi svipaða rannsókn árið 2016 og sjá má niðurstöður þeirrar rannsóknar á myndinni hér að neðan. Vonast er til að þátttakan verði góð svo sem best mynd fáist af umfangi matarsóunar hérlendis. 

Mynd með færslu
 Mynd: Umhverfisstofnun
Myndin sýnir niðurstöður úr könnun Umhverfisstofnunar frá árinu 2016