Umhverfisstofnun lokar Kirkjufjöru

10.01.2017 - 12:22
Brim við Kirkjufjöru
 Mynd: RÚV
Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka fyrir umferð um Kirkjufjöru við Dyrhólaey, bæði vegna brims og hættu á skriðuföllum. Þetta er gert í kjölfar þess að kona lést þar í gær þegar alda sópaði henni burt.

Hákon Ásgeirsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Suðurlandi segir að búið sé að setja upp bráðabirgðaskilti sem gefi lokunina til kynna, og varanlegt lokunarskilti verði svo sett upp í næstu viku. Hann segir að ekki sé ástæða til að hafa fjöruna opna þegar aðstæður eru jafn hættulegar og raun ber vitni. Ekki er ljóst hversu lengi verður lokað.

Hákon segir að það vanti heils árs landvörslu á staðinn til að meta aðstæður á hverjum tíma, þannig að hægt sé að grípa til tímabundinnar lokunar ef aðstæður krefjast þess. Á meðal engin slík vakt sé til staðar, sé best að hafa fjöruna lokaða.

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi