Umhverfisstofnun framlengir lokun Gróttu

12.07.2019 - 20:56
Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
Umhverfisstofnun hefur ákveðið að framlengja lokun Gróttu í Seltjarnarnesbæ. Um skyndilokun er að ræða og verður hún í gildi í tvær vikur.

Grótta verður lokuð fyrir umferð gesta og tekur lokunin gildi þann 15. júlí næstkomandi og verður staðan endurmetin þann 29. júlí. Grótta er friðland og umferð óviðkomandi er bönnuð frá 1. maí  - 15. júlí.

Sérfræðingar Umhverfisstofnunar töldu öruggast að framlengja lokunina til að koma í veg fyrir röskun á fuglalífi en Grótta og svæðið þar í kring er vinsælt útivistarsvæði.

Tinna Eiríksdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi