Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Umferðarljós á Sæbraut endurnýjuð á morgun

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Á morgun verða umferðarljós á gatnamótum Sæbrautar og Snorrabrautar endurnýjuð. Vinna við ljósin hefst eftir klukkan níu. Á meðan á vinnu stendur er vinstri beygja af Sæbraut inn Snorrabraut bönnuð. Umferð verður beint um hjáleiðir um Borgartún, Katrínartún og Skúlagötu.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar

Þá verður einnig unnið að malbiksviðgerðum á Sæbraut, frá Holtsvegi að Skeiðarvogi á morgun, segir á vef Vegagerðarinnar. Vegna viðgerðanna verður einni akrein lokað og þrengt að umferð. Áætlað er að vinna standi yfir frá klukkan níu til klukkan tvö. 

Katrín Ásmundsdóttir
dagskrárgerðarmaður