Á morgun verða umferðarljós á gatnamótum Sæbrautar og Snorrabrautar endurnýjuð. Vinna við ljósin hefst eftir klukkan níu. Á meðan á vinnu stendur er vinstri beygja af Sæbraut inn Snorrabraut bönnuð. Umferð verður beint um hjáleiðir um Borgartún, Katrínartún og Skúlagötu.