Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Umferð á leið norður að þyngjast

10.08.2012 - 16:17
Mynd með færslu
 Mynd:
Umferð í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi er að þyngjast, og margir á norðurleið að sögn lögreglunnar. Á Dalvík sé um helgina haldinn Fiskidagurinn mikli, og í Eyjafjarðarsveit verði handverkshátíð, líklega séu flestir á leiðinni á þessa viðburði. Lögreglan á Blönduósi segir lítið um hraðakstur.