Umfangsmikil fíkniefnaleit um borð í skipi

15.12.2019 - 22:16
Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan á höfuðborgarsvæ? - Facebook
Lögreglan á Suðurlandi framkvæmdi umfangsmikla leit í skipinu Mykines er það lagðist að bryggju í Þorlákshöfn í fyrradag. Tuttugu manns og sex fíkniefnahundar komu að leitinni, sem var samstarf embætta Tollstjóra og Lögreglustjórans á Suðurlandi.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi segir að leitað hafi verið í skipinu sjálfu og farmi, sem skipað var upp hérlendis. Nokkrir gámar voru teknir til frekari skoðunar á innihaldi. Þar segir að aðgerðin hafi tekist vel í alla staði. Ekki er greint frá því hvort eitthvað hafi fundist við leitina. 

 

Katrín Ásmundsdóttir
vefritstjórn
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi