Um milljón manna á flóðasvæðum í Suður-Súdan

26.10.2019 - 03:11
epa04001803   South Korean soldiers provide water at a refugee camp in South Sudan on Dec. 26, 2013. Hundreds of South Korean soldiers are stationed in Bor, 170 kilometers south of the South Sudanese capital of Juba, as part of United Nations peacekeeping
 Mynd: EPA - YONHAP NEWS AGENCY
Um milljón íbúar Suður-Súdans finna fyrir áhrifum mikilla flóða í landinu. Flætt hefur yfir stórt landsvæði síðan í júlí, þar sem heilu þorpin hafa orðið fyrir barðinu á þeim og hundruð þúsunda hafa orðið að flýja heimili sín.

Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Meðal þeirra sem hafa orðið fyrir áhrifum flóðanna eru íbúar sem þegar hafa orðið að flýja heimili sín vegna átaka, flóttamenn og samfélög sem þegar hafa þurft að takast á við átök í landinu um árabil. Alain Noudeho, yfirmaður mannúðarmála í Suður-Súdan á vegum Sameinuðu þjóðanna, hefur verulegar áhyggjur af ástandinu. Búist er við áframhaldandi úrkomu næstu fjórar til sex vikur. Flóðin hafa þegar takmarkað aðgang almennings að heilbrigðisþjónustu, næringarmiðstöðvum, nauðsynlegri þjónustu og mörkuðum. Stór hluti svæðanna þurfti þegar á mikilli mannúðaraðstoð að halda fyrir flóðin, til dæmis vegna næringarskorts margra íbúa.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi