Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Um 7000 mótmæltu á Austurvelli

15.03.2015 - 14:31
Mynd með færslu
 Mynd: Þórdís Arnljótsdóttir - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Þórdís Arnljótsdóttir - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Þórdís Arnljótsdóttir - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Þórdís Arnljótsdóttir - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Þórdís Arnljótsdóttir - RÚV
Lögregla telur að um sjö þúsund manns hafi mótmælt ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slíta viðræðum við Evrópusambandið á Austurvelli í dag.

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur vakið hörð viðbrögð forystumanna stjórnarandstöðuflokkanna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að utanríkisráðherra verði að þola að valdníðsla ríkisstjórnarinnar, eins og hann orðar það, gagnvart Alþingi sé rædd í öðrum löndum.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna beita Evrópusambandið blekkingum með því að halda því fram að ríkisstjórnin hafi ekki umboð til að breyta stöðu Íslands gagnvart ESB. 

Á facebook síðu mótmælanna segir að ríkisstjórnin gangi gróflega gegn vilja þjóðarinnar í málinu, en 82% hennar vildi kjósa um það samkvæmt skoðanakönnun og 53.355 skrifuðu undir áskorun þess efnis.

Samtökin, Við viljum kjósa, birtu þetta myndband á facebook síðu sinni við upphaf mótmælanna.