Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Um 50 manns í fjöldahjálparstöðinni á Dalvík

12.12.2019 - 22:08
Mynd með færslu
Bíll Rauða krossins á Íslandi á leið í Klébergsskóla á Kjalarnesi á fyrsta tímanum í nótt, með kerru fulla af beddum, brekánum, kaffi og með því fyrir fólkið sem þurfti að bíða af sér veðrið. Mynd: RKÍ
Aðeins verður opin ein fjöldahjálparstöð á landinu í nótt, samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum. Hún verður á Dalvík og þar dvelja um 50 manns.

Þá eru viðbragðsaðilar með hvíldaraðstöðu í Glerárkirkju sem sjálfboðaliðar Rauða krossins manna.

Fjöldahjálparstöðvunum á Siglufirði og Ólafsfirði hefur verið lokað, enda rafmagn komið á en þar. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum hefur rafmagnið þót dottið inn og út á víxl og því eru sjálfboðaliðar tilbúnir að opna með skömmum fyrirvara ef þörf krefur.

 

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV