Um 3,2 milljónir Íraka flúið síðan í fyrra

epa04713312 A general view of the Jamia'a refugee camp, west of Baghdad, Iraq, 20 April 2015. More than 90,000 people have been displaced by fighting between Iraqi government forces and Islamic State militants in the western province of Anbar, the
Jamia´a-flóttamannabúðirnar skammt frá Bagdad. Mynd: EPA
Meira en 3,2 milljónir Íraka hafa hrakist frá heimkynnum sínum vegna stríðsátaka síðan í byrjun árs í fyrra. Alþjóðastofnunin um fólksflutninga IOM greindi frá þessu í dag og sagði að stöðugt fjölgaði flóttafólki í Írak. Æ fleiri þyrftu á hjálp að halda, en flestir hefðu lagt á flótta allslausir.

Stofnunin sagði að yfir 40 prósent flóttafólksins væri frá Anbar-héraði í vesturhluta landsins, en sveitir Íslamska ríkisins lögðu héraðið á mestu undir sig í fyrra.

Bardagar geisa á nokkrum stöðum í Anbar, en þar hafa hersveitir hliðhollar stjórnvöldum í Bagdad hafið stórsókn gegn vígamönnum Íslamska ríkisins og leggja kapp á að endurheimta héraðshöfuðborgina Ramadi

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi