Um 11.000 hafa greinst smitaðir í Þýskalandi

19.03.2020 - 10:20
epa08304106 A closed church in Essen, Germany, 18 March 2020. Several European countries have closed borders, schools as well as public facilities, and have cancelled most major sports and entertainment events in order to prevent the spread of the SARS-CoV-2 coronavirus causing the Covid-19 disease.  EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Meira en 2.800 greindust með COVID-19 kórónaveiruna í Þýskalandi síðasta sólarhring og hafa því um ellefu þúsund greinst með hana í landinu samkvæmt opinberum tölum.

Ástandið er verst í sambandsríkinu Norðurrín-Vestfalía, en þar hafa meira en þrjú þúsund greinst smitaðir, þar af meira en 660 síðasta sólarhring. Tuttugu hafa látist af völdum kórónaveirunnar í Þýskalandi.

Stjórnvöld hafa gripið til margvíslegra ráðstafana til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar og útiloka ekki frekari aðgerðir fari ekki að draga úr nýjum smitum.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi