Úlfur Úlfur rappar á Esjunni

Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV

Úlfur Úlfur rappar á Esjunni

08.06.2017 - 16:29

Höfundar

Rappdúettinn Úlfur Úlfur kemur fram á tónleikunum Upprapp sem haldnir verða í Esjuhlíðum annað kvöld, nánar til tekið hjá Steini. Þetta er metnaðarfull framkvæmd, en notast verður við þyrlu til að flytja tónlistarfólk og búnað upp fjallið.

Úlfur Úlfur er skipaður þeim Arnari Frey Frostasyni og Helga Sæmundi Guðmundssyni. Félagarnir eru spenntir fyrir tónleikunum, þó gamlir í hettunni séu. „Þetta er held ég með mest spennandi giggum sem við höfum spilað á. Þetta er frumlegt,“ segir Arnar Freyr, „við erum komnir á þann tíma í skemmtanaiðnaðinum að menn eru farnir að hugsa út fyrir rammann.“

Mynd með færslu
 Mynd: Emmsjé Gauti/Magnús Leifsson
Emmsjé Gauti er meðal flytjenda annað kvöld.

Upphaflega stóð til að halda tónleikana í dag, fimmtudag, en vegna óhagstæðra vinda var þeim frestað um einn dag. Tónleikarnir hefjast klukkan 18:30. Auk Úlfs Úlfs koma fram DJ Þura Stína, Aron Can og Emmsjé Gauti.

Úlfur Úlfur sendi frá sér sína þriðju plötu á dögunum, sem ber titilinn Hefnið okkar, og hefur hún fallið vel í kramið hjá bæði gagnrýnendum og aðdáendum sveitarinnar.

Úlfur Úlfur mætti í Síðdegisútvarp Rásar 2 og tók lag af nýju plötunni í beinni útsendingu.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Bræður tveir í hefndarhug

Tónlist

Úlfur Úlfur er „grínið og myrkrið“

Samgöngumál

Andri og Sóli misþyrma Úlfi Úlfi