Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Uggur í breskum umhverfissamtökum

27.06.2016 - 15:48
Mynd: - / pixabay
Er líklegt að útganga Breta úr ESB hafi einhver áhrif á eftirfylgni Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum? Hvað segir umhverfisverndarfólk í Bretlandi? Þessar spurningar og fleiri eru ræddar í umhverfisspjalli Samfélagsins við Stefán Gíslason.

Stefán vísar í greiningu sem Loughborough háskólinn framkvæmdi og þar var niðurstaðan sú að umhverfismál hefðu fengið nákvæmlega 0% athygli í sjónvarpsumræðum og 1,7% í prentuðum miðlum.

„Það er ekkert sjálfsagt að útgangan sé slæm fyrir umhverfið, en það er samt fleira sem bendir til þess að hún sé það,“ segir Stefán. „Síðustu árin hafa Bretar heldur verið dragbítar og heldur unnið gegn ýmsum umhverfisúrbótum á vettvangi Evrópusambandsins.“

Hlusta má á spjallið að ofan.

leifurh's picture
Leifur Hauksson
dagskrárgerðarmaður