Gottskálk Jensson, dósent á Árnasafni í Kaupmannahöfn, lýsti áhyggjum af þessu á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. „Við höfum enn ekki fengið neina staðfestingu á því eða neinar vísbendingar um hvert við eigum að flytja ef til þess kemur að rýma bygginguna sem við erum í núna eða yfirleitt um framtíð okkar stofnana og faga.“
Enn hefur engin ákvörðun verið tekin en stjórn skólans hafi tekið vel í tillögurnar, sagði Gottskálk. Gamlar byggingar sem hýstu hugvísindasvið voru rifnar og nýjar reistar í staðinn. „Það virðist vera eitt af vandamálunum að menn hafa reist sér hurðarás um öxl í þessum byggingum. Nú virðist þurfa að skera niður starfsemina til að hafa efni á byggingunum.