Uber missir starfsleyfið í Lundúnum

25.11.2019 - 11:56
epa08024130 (FILE) - An image showing an Uber app on a mobile phone in central London, Britain, 22 September 2017 (re-issued 25 November 2019). Media reports on 25 November 2019 state the Transport for London (TfL) has said it would not continue to grant Uber a licence to operate in London. Uber, that first lost its licence due to safety concerns in 2017 but received a 15-month license for operating in London, said it would appeal the decision. Uber, that has some 45,000 drivers working in London, will continue to operate during the appeal process.  EPA-EFE/WILL OLIVER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Leigubílaþjónustan Uber hefur verið svipt starfsleyfi í Lundúnum vegna brota á öryggisreglum sem ógna öryggi farþega. 

Í yfirlýsingu frá Uber segir að ákvörðun um að endurnýja ekki leyfið sé óvenjuleg og röng. Fyrirtækið ætlaði að berjast gegn þessari ákvörðun.  Fyrirtækið hefur 21 dag til að kæra ákvörðunina og getur starfað áfram út áfrýjunarferlið. 

Einn stærsti öryggisgallinn í kerfum Uber var sá að bílstjórar, sem ekki voru með akstursleyfi, gátu tengt myndir af sér við leyfi annarra skráðra bílstjóra. Þeir gátu því tekið við farþegum og óku með þá ótryggðir.
 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi