Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Tyson Thomas spilar með Njarðvík út leiktíðina

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Tyson Thomas spilar með Njarðvík út leiktíðina

27.12.2015 - 21:11
Carmen Tyson Thomas er á leið til kvennaliðs Njarðvíkur í körfuknattleik en stjórn körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefur náð samkomulagi við Tyson Thomas um að hún spili með liðinu út yfirstandandi tímabil.

Carmen er 175 cm á hæð og getur spilað flestar stöður á vellinum. Hún lék með liði Keflavíkur á síðustu leiktíð en þar áður spilaði hún við góðan orðstýr með Syracuse háskólanum í Bandaríkjunum.

„Með ráðningu Carmen er stefnan sett á toppinn í fyrstu deildinni enda er hún frábær leikmaður. Lið Njarðvíkur er ungt ad árum en nokkrir leikmenn úr yngri landslidum Íslands spila með liðinu. Framtíðin er björt hjá klúbbnum enda margir efnilegir leikmenn sem koma nú á færibandi á hverju ári undan öflugu yngriflokkastarfi félagsins.” -Segir í fréttatilkynningu frá Njarðvík.