
Tyrklandsforseti lýsir yfir neyðarástandi
Erlend ríki með í ráðum?
Tyrklandsforseti hefur sakað fyrrverandi samherja sinn, klerkinn Fethullah Gülen, um að hafa staðið að valdaránstilrauninni. Hann sagðist í kvöld ekki útiloka að stjórnvöld í öðrum löndum hefðu átt þátt í að reyna að koma sér frá völdum. Þetta kom fram í viðtali við hann hjá arabísku fréttasjónvarpsstöðinni Al-Jazeera.
Gagnrýndi Frakka harkalega
Í viðtalinu fór hann hörðum orðum um Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Frakklands, sem hvatti til þess að farið yrði að lögum í Tyrklandi. Valdaránstilraunin gæfi Erdogan ekki óútfyllta ávísun til að þagga niðri í þeim sem gagnrýndu hann. Forsetinn bað franska utanríkisráðherrann að skipta sér ekki af því sem honum kæmi ekki við. Hann hefði enga heimild til að vera með yfirlýsingu um sína persónu. Ef hann vildi fá tilsögn í lýðræði gæti hann fengið hana hjá Tyrkjum.