Tvöfalt eftirlit fyrir Kanadamenn og Rússa

13.08.2014 - 11:35
Mynd með færslu
 Mynd:
Flugfarþegar sem koma til landsins frá Kanada, Rússlandi og nokkrum öðrum löndum þurfa að ganga í gegnum tvöfalt öryggiseftirlit á flugvöllum á ferðalagi sínu, bæði við brottför erlendis og einnig við komuna hingað til lands.

Friðþór Eydal talsmaður ISAVIA segir ástæðuna þá, að mismunandi öryggisreglur gildi á flugvöllum í Kanada og Evrópu. Evrópsk flugöryggisyfirvöld sætti sig ekki við reglurnar í Kanada og því þurfi farþegar þaðan að ganga í gegnum öryggisleit aftur við komu til viðkomandi lands, þar á meðal Íslands.  

Sömu reglur gilda einnig við komu til annarra landa á evrópska efnahagssvæðinu. 

Kanadískur ferðahópur frá Toronto furðaði sig á þessu við komuna hingað til lands fyrir skömmu. 

Friðþór segir að sömu reglur hafi gilt um farþega frá Bandaríkjunum um skeið, en samkomulag hafi náðst á milli Evrópusambandsins og flugöryggisyfirvalda í Bandaríkjunum um samræmdar reglur. Unnið sé að breytingum og að koma svipuðum reglum á vegna farþega frá Kanada og nokkrum öðrum löndum. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi