Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Tvennt lést í lestarslysi í Ástralíu

20.02.2020 - 13:44
Mynd með færslu
 Mynd: ZZDNC
Tveir farþegar létust og nokkrir slösuðust þegar hraðlest fór út af sporinu í dag skammt frá borginni Wallan í Viktoríufylki í Ástralíu. Einn farþegi var fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Melbourne. Lestin var á leið til Melbourne frá Sydney. Enn liggur ekkert fyrir um orsök slyssins. Um það bil 160 farþegar voru í lestinni. Myndir frá slysstað sýna að fimm vagnar fóru út af sporinu.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV