Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Tveir skjálftar yfir 4 að stærð við Grímsey

19.02.2018 - 04:12
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson
Tveir skjálftar, annar 4,4 og hinn 4,6, urðu við Grímsey á sjötta tímanum í morgun. Þá mældust tveir skjálftar af stærðinni 4,0 um 14 kílómetrum austur af Grímsey rétt eftir klukkan þrjú í nótt. Fjöldi skjálfta um og yfir þremur af stærð hefur mælst við Grímsey í nótt.

Fyrr í nótt var greint frá því að skjálfti af stærðinni 4,6 hafi mælst um 50 kílómetrum frá Grímsey. Það er rangt. Að sögn Veðurstofunnar kom sú stærð upp á mælum hennar vegna bilunar.

Skjálftarnir í nótt hafa fundist bæði á Akureyri og í Húsavík. Jarðskjálftahrinan við Grímsey hefur staðið frá 14. febrúar. Talið var að hún væri í rénun um hádegi í gær en svo jókst hún aftur um kvöldmatarleytið í gær.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV