Tveir karlar og ein kona í öndunarvél vegna COVID-19

26.03.2020 - 11:36
Mynd með færslu
 Mynd: Sóttvarnarstofnun Evrópu
Tveir karlar og ein kona eru í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans vegna COVID-19. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans í samtali við fréttastofu.

Visir.is greindi fyrst frá.  Þar kemur jafnframt fram að fólkið sé allt á sjötugsaldri. Fram kom á stöðufundi í gær að tveir væru á gjörgæsludeild Landspítalans vegna COVID-19, þar af einn í öndunarvél. Fimmtán manns með staðfest COVID-19 smit voru þá á Landspítalanum.

Tveir hafa látist af völdum COVID-19 sjúkdómsins hér á landi, ástralskur ferðamaður lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands og greint var frá því á þriðjudag að íslensk kona hefði látist á Landspítalanum.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi