Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Tveir hvalir veiddir í gær

18.06.2014 - 09:42
Mynd með færslu
 Mynd:
Fyrstu tveir hvalir vertíðarinnar voru veiddir í gær. Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina, 62 feta kú, í hvalstöðina í Hvalfirði eftir hádegi í gær. Frá þessu segir á vef Skessuhorns.

Hvalurinn var flensaður á skömmum tíma. Nokkru síðar veiddi Hvalur 8 annan hval. Heimilt er að veiða 154 dýr á vertíðinni.