Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Tveggja leitað á Kirkjufelli

17.12.2018 - 16:31
Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Hildimundardóttir
Björgunarsveit slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi var kölluð út síðdegis til að leita að tveimur mönnum á Kirkjufelli. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að mennirnir hafi ætlað að ganga á fjallið en tapað slóðanum og gert það eina rétta, kallað eftir hjálp. Fyrstu hópar björgunarmanna eru að leggja af stað á fjallið og hyggjast þeir fyrst um sinn leggja áherslu á svæðið umhverfis gönguleiðina.  Aðstæður á fjallinu eru ekki góðar, myrkur skollið á, vindur og undirlag blautt. 
arnhildurh's picture
Arnhildur Hálfdánardóttir
Fréttastofa RÚV