Verðlaunin verða afhent á evrópsku kvikmyndahátíðinni þann 15. desember. Myndirnar voru valdar í atkvæðagreiðslu meðal félaga í þrjátíu og fimm löndum. Á næstu vikum munu yfir þrjú þúsund og fimm hundruð félagar í akademíunni kjósa um myndir sem verða tilnefndar og einnig nokkra undirflokkum, meðal annars leikstjóra, leikara, leikkonu og handritshöfunda. Þær tilnefningar verða tilkynntar 10. nóvember.