Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Tvær íslenskar kvikmyndir tilnefndar

Mynd með færslu
 Mynd: Kona fer í stríð - Skjáskot

Tvær íslenskar kvikmyndir tilnefndar

21.08.2018 - 09:03

Höfundar

Tvær íslenskar kvikmyndir, Undir trénu og Kona fer í stríð, hafa verið valdar ásamt 47 öðrum myndum til sýninga á evrópsku kvikmyndahátíðinni. Tilkynnt var um valið í morgun.

Verðlaunin verða afhent á evrópsku kvikmyndahátíðinni þann 15. desember. Myndirnar voru valdar í atkvæðagreiðslu meðal félaga í þrjátíu og fimm löndum. Á næstu vikum munu yfir þrjú þúsund og fimm hundruð félagar í akademíunni kjósa um myndir sem verða tilnefndar og einnig nokkra undirflokkum, meðal annars leikstjóra, leikara, leikkonu og handritshöfunda. Þær tilnefningar verða tilkynntar 10. nóvember.