Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Tvær fjölskyldur voru í bílnum

27.12.2018 - 17:09
Mynd með færslu
 Mynd:
Tvær fjölskyldur voru í bílnum sem lenti í slysinu við Núpsvötn í morgun. Allir farþegarnir voru breskir ríkisborgarar, búsettir í Bretlandi en af indverskum uppruna. Öll eru búsett í Bretlandi. Bæði breska og indverska sendiráðið á Íslandi hafa unnið í málinu dag.

Þrír létust í slysinu og fjórir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík. Eitt barn og tveir fullorðnir létust í slysinu. Tveir karlmenn og tvö börn á aldrinum 7 til 9 ára liggja nú á gjörgæslu í Reykjavík.

Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi, heimsótti spítalann í dag og ræddi við starfsfólk spítalans, þar á meðal lækna og sjúkrahússprest, áður en hann hafði samband við fjölskyldu fólksins í Indlandi.

Breskir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um slysið í allan dag. Þjóðvegur 1 var lokaður vegna slyssins fram eftir degi en hann var opnaður á ný á fjórða tímanum í dag. Þá hafði flak jeppabifreiðarinnar verið flutt af vettvangi til frekari rannsóknar á Selfossi og búið að gera við vegrið brúarinnar.