Verslunarmannahelgin er framundan og framboð af hvers kyns skemmtilegum viðburðum fyrir alla fjölskylduna er heilmikið og víða um land. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er mögulega sá áfangastaður þessa helgi sem er hve vinsælastur en á hátíðinni Ein með öllu á Akureyri er líka veglega dagskrá fyrir alla fjölskylduna og sömuleiðis á hinu sígilda Síldarævintýri á Siglufirði. Neistaflug er á sínum stað í Neskaupstað, Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði, Mýrarboltinn í forinni í Bolungarvík hefur sótt í sig veðrið síðustu árin og Innipúkinn sem nú er haldinn á nýjum stað í Reykjavík.
Sú gamla góða vísa er aldrei of oft kveðin að fólk skuli nú ekki gleyma góða skapinu áður en lagt er í hann og fari varlega yfir. Einkum og sér í lagi ef fólk er í umferðinni. Þá er ekki minna mikilvægt að tónlistin sé þægileg og skemmtileg og gefi tóninn fyrir góða og gæfuríka helgi. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegan ferðalagalista sem settur hefur verið saman sérstaklega fyrir verslunarmannahelgina. Lagalistinn inniheldur nýja sumarsmelli í bland við sígild íslensk lög sem öll eru sérstaklega sniðin fyrir fólk á ferðinni.