Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Tuttugu ákærðir fyrir morðið á Khashoggi

25.03.2020 - 11:58
epa07066306 (FILE) - Saudi journalist and former editor-in-chief of the Saudi newspaper Al-Watan Jamal Khashoggi attends the the opening ceremony of 11th edition of Arab Media Forum 2012 in Dubai, United Arab Emirates, 08 May 2012 (Reissued 03 October
Jamal Khashoggi. Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfirvöld í Tyrklandi hafa birt ákærur á hendur tuttugu mönnum vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október 2018. Meðal ákærðra eru tveir fyrrverandi aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins í Sádi-Arabíu. 

Khashoggi, sem skrifaði í bandaríska blaðið Washington Post, var myrtur í skrifstofu ræðismanns Sádi-Arabíu í Istanbúl þegar hann kom þangað til að sækja pappíra. Hópur manna var þá kominn þangað frá Sádi-Arabíu.

Tyrkneskir saksóknarar segja að Ahmed al-Assiri, sem var næstráðandi í sádi-arabísku leyniþjónustunni, og í Saud al-Qahtani, fjölmiðlafulltrúi konungdæmisins, hafi stjórnað aðgerðum.