Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Túnis-kvartettinn fær friðarverðlaun Nóbels

10.12.2015 - 13:24
epa05063434 The winners of the 2015 Nobel Peace Prize, Tunisian National Dialogue Quartet members, (L-R) Secretary General of the Tunisian General Labor Union (UGTT), Houcine Abassi, President of the Tunisian Order of Lawyers, Mohamed Fadhel Mahfoudh,
 Mynd: EPA - NTB SCANPIX
Túnis-kvartettinn, samtök fjögurra hreyfinga í Túnis, hlýtur í ár friðarverðlaun Nóbels. Verðlaunin voru afhent í ráðhúsinu í Ósló í hádeginu í dag. Vikið var frá hefðbundnum aðferðum við afhendinguna vegna þess að verðlaunahafar eru of margir.

Vandi skapaðist vegna þess að verðlaunahafar eru í raun fjórir en í stofnskrá dýnamítkóngsins Alfreðs Nóbels sagði að einungis þrír gætur tekið við verðlaunum hverju sinni. Þetta er leyst með því að segja að aðeins einn fái verðlaunin, það er kvartett fjögurra áhrifaríkra samtaka í Túnis, og ekki fulltrúar samtakanna.

Þessir fjóreinu verðlaunahafar fengu þó allir að tala hver fyrir sig í einni sameiginlegri ræðu núna við afhendinguna. Þetta er gert til að halda friðinn við athöfnina. Enginn einn úr hópnum tekur því við verðlaununum, og heldur á þeim við athöfnina, en allir fá eftirmynd af verðlaunapeningnum að henni lokinni.

Þetta formsatriði hefur í raun vakið einna mesta athygli við verðlaun ársins. Túnis-kvartettinn varð til við arabíska vorið, sem hófst í Túnis fyrir nær fimm árum og er enn ekki orðið að hausti þar í landi. Það þakka menn einmitt kvartett þessara fjörugra helstu samtaka í atvinnu- og þjóðlífi Túnis.

Verðlaunin í ár eru því sérstaklega hugsuð sem hvatning til þjóða í löndum Araba um að gefast ekki upp á lýðræðisumbótum þótt á móti blási. Um verðlaun ársins hefur því ríkt óvenjumikil sátt, því margir verðlaunahafar síðustu ára hafa verið umdeildir, þar á meðal Barack Obama Bandaríkjaforseti.

 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV