Mammút sendi frá sér sína fjórðu breiðskífu Kinder Versions síðasta sumar. Þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin gefur út plötu sem sungin er á ensku og jafnframt í fyrsta skipti sem sveitin gefur út plötu utan Íslands.
„The Moon Will Never Turn On Me“ hefur þegar fengið að hljóma á útvarpsstöðvum landsins, en á dögunum kom út nýtt myndband við lagið.