Tugþúsundir mótmæltu þingfrestun

31.08.2019 - 20:00
Erlent · Brexit
Mynd: APIMAGES / APIMAGES
Tugþúsundir söfnuðust saman víða í Bretlandi í dag til þess að mótmæla ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra, um að framlengja þingfrestun fram í miðjan október.

Ákvörðun Boris Johnson um að slíta þinginu í næstu viku og hefja störf að nýju 14. október, þegar einungis eru rúmlega tvær vikur í Brexit, hefur verið gagnrýnd harðlega. Þá hefur rúmlega ein og hálf milljón Breta undirritað bænaskjal gegn ákvörðun forsætisráðherrans.

ingvarthor's picture
Ingvar Þór Björnsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi