Tugir tróðust undir við útför Soleimanis

07.01.2020 - 10:28
Erlent · Asía · Íran
Coffins of Gen. Qassem Soleimani and others who were killed in Iraq by a U.S. drone strike, are carried on a truck surrounded by mourners during a funeral procession, in the city of Kerman, Iran, Tuesday, Jan. 7, 2020. A stampede erupted on Tuesday at a funeral procession for a top Iranian general killed in a U.S. airstrike last week, killing 35 people and injuring 48 others, state television reported. (AP Photo)
Fjölmenni var á götum Kerman í morgun eins og myndin sýnir. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Að minnsta kosti 35 létu lífið í miklum troðningi við útför íranska herforingjans Qassems Soleimanis í heimaborg hans Kerman í morgun. Um fimmtíu slösuðust.

Komið var með líkamsleifar Soleimanis til Kerman í morgun og þustu hundruð þúsunda út á götur til að fylgja hinum látna síðasta spölinn. Fólk tróðst undir í mannhafinu.