Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Tugir spýja úr fjallinu

12.11.2016 - 12:23
Aurskriða féll á Þjóðveg 1 í Berufirði 11. nóvember 2016. Flutningabíll lenti í skriðunni en bílstjóri slasaðist ekki alvarlega.
 Mynd: Björgvin Gunnarsson - Aðsend mynd
Aurskriður féllu víða í Berufirði í gærkvöld. Bóndi segist ekki muna eftir öðru eins vatnsveðri. Bílstjóri flutningabíls slapp án alvarlegra meiðsla þegar hann keyrði inn í aurskriðu í niðamyrkri.

Aurskriða féll yfir þjóðveg 1 norðanmegin í Berufirði á Austfjörðum á áttunda tímanum í gærkvöld, milli bæjanna Núps og Streitis. Flutningabíll lenti í skriðunni sem virðist hafa verið nýfallin þegar hann kom að og næsta ósýnileg í myrkri og rigningu. Flutningabíllinn skemmdist nokkuð og drullan náði upp á rúðu. Bílstjórinn var fluttur á sjúkrahús vegna bakeymsla en hefur verið útskrifaður þaðan. Í morgun mættu menn á staðinn til að flytja bílinn í burtu.

Aurskriða féll á Þjóðveg 1 í Berufirði 11. nóvember 2016. Flutningabíll lenti í skriðunni en bílstjóri slasaðist ekki alvarlega.
 Mynd: Björgvin Gunnarsson - Aðsend mynd

Björgvin Gunnarsson, bóndi á Núpi í Berufirði, var einn þeirra sem komu þar að, auk fjölda björgunarsveitarmanna. Björgvin mokaði leið í gegnum skriðuna svo sjúkrabíll kæmist að flutningabílnum og gæti flutt bílstjórann á sjúkrahús. Hann telur að aurskriður og spýjur skipti tugum í fjallinu. „Þetta er örugglega mesta vatnsveður sem ég man eftir þarna. Ég held það. Það var alveg rosalegt úrfelli og búið að rigna mikið í haust náttúrulega. Jörðin er alveg orðin gegnsósa. Þess vegna hefur þetta allt farið af stað þarna.“

Spýjurnar setja svip sinn á fjallið. Björgvin telur að það verði þó til friðs í dag, veður hafi skánað og fjöllin hafi sennilega hreinsað sig í gærkvöld og nótt.

Leiðrétt: Í upphaflegri gerð sagði að starfsmenn Eimskips væru mættir að flytja bílinn. Það er rangt. Bíllinn er á vegum annars fyrirtækis.

Aurskriða féll á Þjóðveg 1 í Berufirði 11. nóvember 2016. Flutningabíll lenti í skriðunni en bílstjóri slasaðist ekki alvarlega.
 Mynd: Björgvin Gunnarsson - Aðsend mynd
Aurskriða féll á Þjóðveg 1 í Berufirði 11. nóvember 2016. Flutningabíll lenti í skriðunni en bílstjóri slasaðist ekki alvarlega.
Aurskriða féll á Þjóðveg 1 í Berufirði á austfjörðum, 11. nóvember 2016.. Mynd: Björgvin Gunnarsson - Aðsend mynd
Aurskriða féll á Þjóðveg 1 í Berufirði 11. nóvember 2016. Flutningabíll lenti í skriðunni en bílstjóri slasaðist ekki alvarlega.
 Mynd: Björgvin Gunnarsson - Aðsend mynd