Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Tugir látnir úr Lassa-hitasótt

29.01.2020 - 09:23
Mynd með færslu
 Mynd: CC0 - Pixabay
Að minnsta kosti 41 hefur dáið úr Lassa-hitasótt í Nígeríu frá áramótum. Hundruð hafa veikst. Heilbrigðisyfirvöld í landinu greindu frá þessu í morgun. Um helgina hefðu staðfest tilfelli verið 258 í nítján af 36 fylkjum Nígeríu.

Lassa-hitasótt er landlæg í Nígeríu og berst veiran í menn snertingu við þvag eða saur úr nagdýrum á borð við rottur. Um 170 dóu úr sjúkdómnum í Nígeríu á nýliðnu ári. Veiran dregur nafn sitt af bænum Lassa í norðurhluta Nígeríu þar sem veiran var fyrst greind árið 1969.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV