Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Tugir fallið í árásum Frakka og Rússa

18.11.2015 - 09:32
epa05027387 (FILE) A file handout photograph issued by the French Ministry of Defense 31 March 2011 showing French Rafale fighter jets in flight, at an undisclosed location, 29 March 2011. The French Air Force on 15 November 2015 launched a massive
Franskar orrustuþotur. Mynd: EPA - ECPAD/SIRPA AIR
Að minnsta kosti 33 íslamskir vígamenn hafa fallið og tugir særst í loftárásum Frakka og Rússa í Sýrlandi undanfarna þrjá sólarhringa. Sýrlenska mannréttindavaktin greindi frá þessu í morgun og sagði árásirnar hafa einkum beinst gegn Raqqa, höfuðvígi Íslamska ríkisins.

Frakkar og Rússar hafa sent flugvélar til árása á Raqqa, en Rússar hafa einnig skotið stýriflaugum af skipum á borgina. Rætt hefur verið um hversu lítið mannfall hafi orðið í árásunum á Raqqa undanfarna sólarhringa miðað við umfang þeirra.

Abdel Rahman, yfirmaður mannréttindavaktarinnar, segir að það megi skýra með því að vígasveitir Íslamska ríkisins hafi búist við hefndaraðgerðum og verið búnar að gera ráðstafanir. Fjöldi fólks hafi farið frá Raqqa til Mosul í Írak.