Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Trump gagnrýnir ummæli Macrons

U.S. President Donald Trump meets NATO Secretary General, Jens Stoltenberg at Winfield House in London, Tuesday, Dec. 3, 2019. US President Donald Trump will join other NATO heads of state at Buckingham Palace in London on Tuesday to mark the NATO Alliance's 70th birthday. (AP Photo/Evan Vucci)
Stoltenberg og Trump í Lundúnum í morgun. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í morgun hörðum orðum um þau ummæli sem Emmanuel Macron, forseta Frakklands, viðhafði um Atlantshafsbandalagið í síðasta mánuði og sagði þau móðgandi.

Macron sagði í viðtali við tímaritið Economist að NATO væri að verða heiladau stofnun og sagðist harma skort á samráði milli Erópuríkja og Bandaríkjanna. Evrópuríki gætu ekki lengur treyst á að Bandaríkin verðu aðilddaríki NATO.

Trump sagði á blaðamannfundi með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, í Lundúnum í morgun að þessi ummæli Macrons væru bæði kvikindisleg og móðgandi. Leiðtogafundur NATO hefst í Lundúnum fyrir hádegi.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV