Trump ætlar í mótmælagöngu gegn fóstureyðingum

23.01.2020 - 07:14
epa08150634 US president Donald J. Trump speaks to the media before leaving the 50th annual meeting of the World Economic Forum (WEF) in Davos, Switzerland, 22 January 2020. The meeting brings together entrepreneurs, scientists, corporate and political leaders in Davos under the topic 'Stakeholders for a Cohesive and Sustainable World' from 21 to 24 January 2020.  EPA-EFE/GIAN EHRENZELLER
 Mynd: EPA-EFE - KEYSTONE
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, verður að líkindum fyrsti forseti Bandaríkjanna til að taka þátt í árlegri mótmælagöngu andstæðinga fóstureyðinga í höfuðborginni Washington. Trump tilkynnti á Twitter í gær að hann hygðist taka þátt í göngunni, sem er jafnan er fjölmennasta mótmælaganga ársins þar vestra, sem gengin er gegn fóstureyðingum.

Tilkynningin um þátttökuna í mótmælunum var aðeins ein af fjölmörgum boðum sem forsetinn lét út ganga á Twitter í gær, því samkvæmt bandaríska vefmiðlinum Factbase, sem fylgist náið með virkni Trumps á Twitter, setti hann nýtt, persónulegt met á þeim vettvangi í gær, þegar hann birti 142 færslur frá eigin brjósti og annarra á einum sólarhring.

 Langflestar færslurnar, bæði hans eigin og þær sem hann endurbirti, tengjast réttarhöldunum yfir honum í öldungadeild þingsins, þar sem hann er ákærður til embættismissis. Trump var á ráðstefnu Alþjóðlega efnahagsráðsins í Davos í Sviss þegar flestar færslurnar birtust.

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi