Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Trump á stuðning þingsins ekki vísan

Mynd: Skjáskot / RÚV
Verðandi forseti Bandaríkjanna getur ekki reiknað með að eiga stuðning bandaríska þingsins vísan, þó að Repúblikanar séu með meirihluta í báðum deildum þingsins. Þetta segir James Thurber, prófessor við American University, sem rannsakað hefur samband þingsins og forseta Bandaríkjanna hverju sinni.

Thurber hefur skrifað fjölda bóka og greina um bandaríska þingið og samband þess við forsetann hverju sinni. Þó Repúblikanar ráði yfir báðum deildum þingsins spáir Thurber því að Donald Trump eigi eftir að eiga í erfiðleikum með að koma mörgum mála sinna í gegnum þingið. 

Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV