Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Trukkurinn áður lent í óhappi

09.08.2011 - 07:43
Trukkurinn sem ók út af slóðanum við Blautulón og sökk hefur áður lent í óhappi á hálendi Íslands. Fréttastofu hafa borist fjölmargar myndir af árekstri milli hans og jeppa á leiðinni inn í Landmannalaugar.

Í fréttum sjónvarps í gær var birt myndband af heimasíðu tékknesku ferðaskrifstofunnar sem flutti bílinn inn. Þar má sjá glæfralegan akstur yfir ár og sanda og svo virðist sem gert hafi verið út á aksturinn í auglýsingum fyrir ævintýraferðir á Íslandi. Eins og sjá má á þessum myndu sem fréttastofan hefur fengið sendar mátti litlu muna við áreksturinn í fyrra. Sjónarvottur segir að trukkurinn hafi ekið á röngum vegarhelmingi inn í beygju.

 

Trukkur - slys

 

Trukkur - slys2