Trommari Hatara til liðs við Íslenska dansflokkinn

Stillur úr innslagi Menningarinnar um Vök.
 Mynd: RÚV

Trommari Hatara til liðs við Íslenska dansflokkinn

03.01.2020 - 13:37

Höfundar

Einar Hrafn Stefánsson trommari Hatara hefur verið ráðinn sem markaðsstjóri Íslenska dansflokksins en hann starfaði áður sem markaðs- og viðburðarstjóri hjá Ölgerðinni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenska dansflokknum en Einar er með B.S. í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands auk gráðu í hljóðtækni frá SAE í Amsterdam. Hann er liðsmaður hljómsveitarinnar Vök og einn af stofnendum gjörningasveitarinnar Hatara sem kepptu fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva á síðasta ári. Í tilkynningunni kemur fram að Einar hafi víðtæka reynslu í markaðssetningu sviðslista ásamt því að vera vel kunnugur tónlistarmenningu á Íslandi og erlendis. Haustið 2019 fékk hann viðurkenningu frá JCI Ísland fyrir framlag sitt til menningarstarfsemi sem einn af „framúrskarandi ungum Íslendingum“.

Tengdar fréttir

Dans

Sýningin þótti minna á mótmælin í Hong Kong

Dans

Dáleiðandi kvöldstund með Dansflokknum

Tónlist

Vök á Tónaflóði Rásar 2

Tónlist

Mun Evrópa falla fyrir Hatara?