Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Tónlist veidd í símann eins og Pokémon

Mynd með færslu
 Mynd: Auður

Tónlist veidd í símann eins og Pokémon

05.11.2016 - 12:00

Höfundar

Tónlistarmaðurinn Auður býður gestum Iceland Airwaves hátíðarinnar upp á forhlustun á fyrstu plötu sinni, Alone, á Austurvelli um helgina. Hún verður þó ekki með hefðbundnu sniði, heldur að hætti snjallsímaleiksins Pokémon Go.

Frá kl. 13.00 í dag, og næstu 36 klukkustundir, geta gestir tengst sérstöku Auður Alone neti á Austurvelli og byrjað að leita að plötunni með símunum sínum. Þegar platan er fundin er hægt að streyma henni allri til hlustunar í gegnum símann á Austurvelli. Leiða má líkur að því að þetta sé í fyrsta sinn sem hægt sé að veiða sér tónlist til hlustunar.