Frá kl. 13.00 í dag, og næstu 36 klukkustundir, geta gestir tengst sérstöku Auður Alone neti á Austurvelli og byrjað að leita að plötunni með símunum sínum. Þegar platan er fundin er hægt að streyma henni allri til hlustunar í gegnum símann á Austurvelli. Leiða má líkur að því að þetta sé í fyrsta sinn sem hægt sé að veiða sér tónlist til hlustunar.